Photos
See Live
kvöldtónleikar
kvöldtónleikar
Press
Bio
Klara Einars gaf út fimm lög á síðasta ári en hún hóf formlegan feril sinn eftir að hún sigraði Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands í lok árs 2023. Þrjú laganna voru hennar eigin og tvö voru samstarfsverkefni með Húbba Búbba. Á síðasta ári kom hún fram á Kótelettunni og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ásamt fleiri viðburðum.
"Þetta var eiginlega alveg óvart"
Næsta lag Klöru ber heitið „EF ÞÚ ÞORIR“ og kemur út föstudaginn 20. júní. Lagið varð til á óvæntan hátt þegar Klara var í stúdíóinu með Ágústi Brynjari og Hákoni Guðna við vinnu á laginu „Bara ef þú vissir“. „Við kláruðum hitt lagið svo snemma að það var fullt eftir af tíma í stúdíóinu,“ segir Klara. „Hákon fór að spila fyrir mig einhver beats og um leið og ég heyrði þetta ákveðna beat hoppaði ég beint á micinn. Við sömdum lagið held ég bara allt í þessu eina sessioni. Mér finnst einhvern veginn bestu lögin verða til svona – þegar maður er ekkert að pína neitt fram.“
„EF ÞÚ ÞORIR“ fjallar um þá tilfinningu þegar maður er að fýla einhvern og bíður eftir að hinn aðilinn taki fyrsta skrefið.
Tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum
Árið 2025 hófst á jákvæðum nótum þegar Klara var tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Í kjölfarið komu út tveir dúettar: “VBMM?” ásamt Katrínu Myrru í febrúar og “Bara ef þú vissir” með Ágústi Brynjari í mars, sem hafa hlotið mikla spilun á bæði útvarpi og Spotify.
„Síðasta ár var algjör rússíbani — mikil gleði og auðvitað mikil vinna,“ segir Klara. „Tilnefningin til Hlustendaverðlaunanna var ótrúleg viðurkenning og meira en ég þorði að vona. Ég hlakka mikið til að spila í sumar og svo er fleira spennandi efni á leiðinni frá mér.“
Mikið um að vera í sumar
Klara mun koma víða fram í sumar, þar á meðal á Kótelettunni, í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina, á Reykhóladögum og á fleiri viðburðum sem verða tilkynntir síðar. Þá má einnig búast við frekari útgáfu á nýju efni á næstu mánuðum.
Contact
Management and Booking
info@klaraeinars.is